Framkvæmd fjárlaga 2019

Frumkvæðismál (1902068)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
02.12.2019 27. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson, Viðar Helgason, Elín Guðjónsdóttir, Íris Hannah Atladóttir, Jón viðar Pálmason og Kjartan Dige Baldursson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Farið var yfir framkvæmd fjárlaga fyrstu níu mánuði ársins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um það efni.
04.09.2019 82. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Ásta Valdimarsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Ásthildur Knútsdóttir, Guðmann Ólafsson og Elsa B. Friðfinnsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Páll Matthíasson, Ólafur Darri Andrason og Anna Sigrún Baldursdóttir frá Landspítalanum. Fjallað var um rekstrarvanda Landspítalans. Gestirnir lögðu fram greiningar á vandanum og fjölluðu um leiðir til lausnar hans. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um málið.
29.08.2019 80. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Til fundarins komu Viðar Helgason og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir lögðu fram minnisblað dags. 28. ágúst 2019 um afkomugreinargerð fyrir ríkissjóð janúar-júní 2019, minnisblað dags. 28. ágúst 2019 um endurmat áhættuþátta á grundvelli uppgjörs janúar-júní 2019 og mánaðaryfirlit yfir fjárreiður ríkissjóðs dags. júní 2019. Þeir kynntu áhættuþætti í rekstri ríkisins á þessu ári og svöruðu spurningum nefndarmanna um þá. Ákveðið var að nefndin myndi senda ráðuneytinu spurningar sem svarað yrði með minnisblaði.
13.03.2019 47. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Til fundarins komu Auður Árnadóttir og Helgi Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Kl. 10:00. Ingilín Kristmannsdóttir, Sigurbergur Björnsson og Guðbjörg Sigurðardóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættumat, framkvæmd fjárlaga 2019 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
12.03.2019 46. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Til fundarins komu Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir fóru yfir áhættumat, framkvæmd fjárlaga 2019 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
11.03.2019 45. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Kl. 10:04. Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu.
Kl. 11:29. Svanhvít Jakobsdóttir og Inga Birna Einarsdóttir frá félagsmálaráðuneytinu. Gestirnir fóru yfir framkvæmd fjárlaga það sem af er árinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
20.02.2019 41. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2019
Til fundarins komu Viðar Helgason og Kristinn Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Rætt var um áhættumat vegna framkvæmdar fjárlaga 2019 og eftirlit innan ársins. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.